fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Eyjan

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 09:00

Jacinda Ardern

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í gærkvöldi að hún muni segja af sér embætti í febrúar. Hún segist hafa tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram í þingkosningunum í október og því muni hún láta af embætti forsætisráðherra á næstunni.

BBC segir að hún hafi sagt að hún hafi einfaldlega ekki orku til að halda áfram í stjórnmálum. „Stjórnmálamenn eru manneskjur. Það er kominn tími á þetta hjá mér,“ sagði hún.

„Ég vonaðist til að ég myndi finna það sem ég þarf til að geta haldið áfram en það hef ég því miður ekki og ég myndi gera Nýja-Sjálandi bjarnargreiða með að halda áfram,“ sagði hún.

Hún er þingmaður Labour. Flokksmenn munu kjósa sér nýjan formann á sunnudaginn.

Ardern sagðist ekki hafa neinar áætlanir um hvað hún muni nú taka sér fyrir hendur en hún mun sitja á þingi þar til í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs