fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Köflóttur fyrri hálfleikur gegn S-Kóreu en örugg forysta – Hvað segir handbolta-Twitter?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 17:37

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er með forystu í hálfleik gegn S-Kóreu á HM í handbolta, 19:13. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur lokað markinu á köflum en hann hefur valið alls 10 skot í fyrri hálfleiknum.

Þrátt fyrir góð tilþrif hefur íslenska liðið gert töluvert af sóknarmistökum. S-Kóreumenn eru hraðir og baráttuglaðir og ljóst að strákarnir mega ekkert gefa eftir til að hleypa þeim ekki inn í leikinn. Ísland komst í 7 marka forystu en S-Kórea minnkaði muninn niður í fjögur mörk. Ísland náði síðan að auka við forskotið undir lok hálfleiksins.

Óðinn Þór Ríkharðsson er markhæstur í íslenska liðinu eftir fyrri hálfleikinn með 8 mörk og Bjarki Már Elísson hefur skorað 5. Í heild hefur fyrri hálfleikurinn verið góður.

Handbolta-Twitter er líflegur að vanda og þar er landsliðskappinn fyrrverandi, Ásgeir Hallgrímsson, gagnrýndur fyrir ummæli sín í HM-stofunni:


Handboltasérfræðingar virðast hins vegar sannfærðir um öruggan sigur gegn S-Kóreru í dag:

Hafliði Breiðfjörð er ánægður með Óðinn Þór:

Fannar hefur eitthvað að athuga við búning S-Kóreumanna:

Sérfræðingar RÚV í HM-stofunni eru ánægðir með fyrri hálfeikinn og nýir leikmenn sem komu inn í liðið núna eru sagðir hafa staðið sig vel. Logi Geirsson segir að lykillinn að því að Ísland geti farið alla leið í mótinu sé að Viktor Gísli Hallgrímsson blómstri í markinu en hann hefur, sem fyrr segir, varið 10 skot í fyrri hálfleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings