fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Þetta er innihald leyniskjalanna sem fundust á skrifstofu Biden

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 05:32

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær þá fundust leyniskjöl á skrifstofu Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, í Washington D.C. Þessi skjöl eru frá 2013 til 2016 en þá var Biden varaforseti Barack Obama. Skjölin fundust þegar lögmenn Biden voru að hreinsa einkaskrifstofu hans en hana hafði hann til umráða frá 2017-2019 á meðan hann var heiðursprófessor við Pennsylvania háskólann.

CNN hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að hluti skjalanna hafi verið leynilegar upplýsingar um Úkraínu, Íran og Bretland. Einnig voru upplýsingar um útför sonar Biden meðal skjalanna sem og samúðarbréf.

Skjölin fundust í læstum skáp á skrifstofunni. Þau voru í kassa með fleiri skjölum sem ekki voru flokkuð sem leyniskjöl. Lögmenn Biden fundu skjölin þann 2. nóvember og afhentu þjóðskjalasafninu þau samdægurs.

Alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvernig skjölin enduðu á skrifstofu Biden. CNN segir að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, íhugi nú hvort hefja eigi formlega rannsókn á málinu þar sem Biden mun þá hafa stöðu grunaðs.

Lögmenn Biden segja að hann starfi með yfirvöldum við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“