fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

„Að leggjast svo lágt að reyna að láta þetta núna líta út sem einhvern glæp er til skammar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 15:07

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk veður af því í dag að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafi gert athugasemd við að í stórri samninganefnd Eflingar megi finna starfsmenn sem vinna ekki í einkageiranum heldur hjá hinu opinbera. Veltir Sólveig Anna fyrir sér hvers vega slík skipan sé gerð tortryggileg en hún skrifar á Facebook:

„Mér var bent á það rétt í þessu að Halldór Benjamín hefði í viðtali gert athugasemd við það að í samninganefnd Eflingar væru félagar bæði af almenna og opinbera markaðnum, eins og það er kallað. Sem sagt bæði vinnuafl fyrirtækjanna og þau sem starfa á opinberum stofnunum velferðarkerfisins. Fram að þessu hef ég aðeins heyrt eina aðra manneskju gera athugasemd við þetta og það er Ólöf Helga Adolfsdóttir en hún leggur af einhverjum ástæðum mikla fæð á Eflingar-konur af opinbera markaðnum og þeirra baráttuþrek.“

Þekkir þennan „ömurlega leik“

Sólveig Anna segist þekkja þennan „ömurlega leik“ – að látið sé eins og eitthvað sé grunsamlegt við nálgun Eflingar og ákvað hún því að skýra málið.

Samninganefnd hafi alltaf verið skipuð félögum úr öllum geirum, eða fólki sem vinni við flest af þeim störfum sem falli undir samninga Eflingar.

„Þegar ég segi alltaf er ég að vísa til sögu Eflingar, ekki aðeins til þeirra samningaviðræðna sem ég og félagar mínir höfum leitt á undanförnum árum. Að leggjast svo lágt að reyna að láta þetta núna líta út sem einhvern glæp er til skammar. Það sýnir líka vissa örvæntingu manna frammi fyrir þeirri staðreynd að félagsfólk Eflingar sýnir samstöðu hvert með öðru og leiðir sjálft samningaviðræður.“

Hversu illa er komið fyrir fólki þegar það reynir að gera það tortryggilegt?

Samninganefnd Eflinga sá samninganefnd raunverulegs félagsfólks sem vinni að því að gera alvöru Eflingar-samning fyrir alvöru Eflingar-fólk.

„Hversu illa er komið fyrir fólki þegar það reynir að gera það tortryggilegt?“

Í samninganefndinni sé ómissandi fólk á íslenskum vinnumarkaði sem vinni „ öll hin óteljandi handtök sem halda hér öllu gangandi, framleiða hagvöxtinn, snúa hjólum atvinnulífsins.“

„Aðeins þau sem vilja kjarabaráttu félagsfólks Eflingar illt leggjast svo lágt að gera lítið úr samninganefnd félagsins. Ég hvet ykkur til að leggjast á lið með okkur í samninganefndinni og benda fólki á að trúa ekki lágkúrulegum áróðri um okkur í samninganefndinni, áróðri sem vegur að heiðri Eflingar-fólks, mesta heiðursfólks sem ég hef nokkru sinni kynnst.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?