fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Flugfreyja varar ferðalanga við því að nota heyrnartólin um borð í flugvélum

Fókus
Sunnudaginn 1. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það finnst ekki mörgum það skemmtilegasta í heimi að sitja fastur í flugvél tímunum saman að bíða þess að komast á áfangastað. Margir grípa því á það ráð að nota heyrnartól og nýta sér þá skemmtun sem stendur til boða í flugvélinni, hvort sem það eru kvikmyndir, sjónvarpsþættir eða útvarp.

Þeir sem gleyma að taka með sér heyrnartól hafa gjarnan nýtt sér það að geta fengið heyrnartól frá flugáhöfninni, annað hvort ókeypis eða gegn greiðslu. En flugfreyja nokkur sem birti færslu á fræðslumiðlinum Quora segir að farþegar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir þiggja heyrnartólin sem þeim standa til boða. Því þó heyrnartólin líti ósköp eðlilega út þá sé það svo að meirihluti þeirra hafi áður verið notaður af öðrum og ekki hafi þau verið þrifin rækilega.

Þeim sé hreinlega pakkað aftur í plast eftir að seinasti farþegi skildi við þau og líti þess vegna út fyrir að vera ný.

Nú þegar COVID er enn til staðar, ásamt öðrum smitsjúkdómum, er ágætt að hafa það bak við eyrað að hafa heyrnartólin ekki yfir eyrað.

„Flugfélög sem skaffa heyrnartól hafa sjaldnast eða aldrei fyrir því að skipta út púðunum á eyrnahlutanum,“ skrifaði ónefnda flugfreyjan.

„Svo rífið þennan svamp alltaf eftir að þið notið þau bara til að tryggja að þeim verði skipt út“

Betra væri þó að mæta með sín eigin heyrnartól, en í flugvélum er oft gert ráð fyrir tvöföldu tengi að hægt ætti að vera að fá millistykki til dæmis á Amazon. Þar með sé vandinn leystur.

Ofangreint gildir líka um teppin og koddana sem eru til boði, gjarnan í næturflugi, þau hafa margoft verið notuð af öðrum.

Önnur flugfreyja afhjúpaði að teppin séu hreinlega brotin saman aftur eftir notkun og svo afhent næsta. Ekki þrifin á milli fluga.

„Það fer eftir því hversu lágfargjalda flugfélagið er, en ég hef oft séð þau brjóta teppin aftur saman svo farþegar í næsta flugi geti notað þau. Þau voru sem betur fer nægilega gjafmild til að skipta út koddaverinu og hlífinni á höfuðpúða sætanna“

LadBible greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Í gær

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni