fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Mikill samdráttur á fasteignamarkaði – Ekki færri kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu síðan 2013

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 05:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn hafi kólnað mjög að undanförnu. Í október voru 382 kaupsamningar gefnir út á höfuðborgarsvæðinu en miðað við árstíðarleiðréttar tölur hafa þeir ekki verið færri síðan 2013.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kemur út í dag.

Í henni kemur fram að nú séu 2.392 íbúðir til sölu á landinu öllu en í byrjun nóvember voru þær 2.145. Af þessum fjölda eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og er það aukning um 112 frá því í byrjun nóvember.

Enn hraðari samdráttur hefur orðið í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þar voru gefnir út 96 kaupsamningar í október og 92 í september miðað við að í ágúst voru þeir 151.

Hvað varðar fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu þá seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember en í október var hlutfallið 24,3% og í apríl var það 65%.

Enn heldur tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, miðað við vísitölu íbúðaverðs, áfram að lækka og er hún komin í 20,3% en hún fór hæst í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkunin komin niður í 13%.

Hvað varðar leiguverð þá hækkaði það um 2% á milli mánaða í nóvember þegar miðað er við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar mælist 9,4% sem er á pari við verðbólguna í nóvember. Það þýðir að raunverð leigu hefur staðið í stað á milli ára þrátt fyrir einhverja hækkun síðan í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs