fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Stefáni lýst ekkert á nýjan kjarasamning – „Þetta telst vera nokkuð mikil nægjusemi“

Eyjan
Mánudaginn 12. desember 2022 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, segir að svo virðist sem „menn hafi samið af sér í bullandi hagvexti, sem nálgast uppgripaárið 2007″ en með þessum ummælum vísar hann til kjarasamnings sem undirritaður var í dag af Samtökum Atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna.

Stefán spyr á Facebook hvort að fólk haldi að almenn launahækkun upp á 6,76 prósent í 9,4 prósenta verðbólgu, og með verðbólguspá upp á rúm 6 prósent fyrir næsta ár, sé viðunandi.

„Kaupmáttarrýrnun ársins 2022 verður þá ekki bætt og kaupmáttaraukning á næsta ári getur aldrei náð kaupmáttaraukningu Lífskjarasamningsins (sem var rúm 4% á ári fyrir verkafólk og að meðaltali 2% hjá öllu fullvinnandi fólki). Ef það verður kaupmáttaraukning á næsta ári þá verður hún að óbreyttu í kringum 0,5% að meðaltali) 

Stefán segir að menn hafi náð þessu fram með því að telja hagvaxtaraukann með í reikninginn. Bendir Stefán á að í reynd hafi löngu verið samið um þennan hagvaxtarauka, en með þeim samningum sem nú hafa verið undirritaðir hefur verið ákveðið að flýta þeirri hækkun svo hún taki strax gildi fremur en í maí á næsta ári.

„Menn hafa þá keypt hagvaxtaraukann tvisvar. Þetta telst vera nokkuð mikil nægjusemi… 

Svo virðist sem menn hafi samið af sér í bullandi hagvexti, sem nálgast uppgripaárið 2007.“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar