fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 22:01

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 06.50 að morgni 21. nóvember skaut 10 ára drengur móður sína til bana á heimili þeirra í Milwaukee í Wisconsin. Sjálfur segir drengurinn að honum hafi sinnast við móður sína tveimur dögum áður því hún vildi ekki leyfa honum að kaupa sýndarveruleikabúnað.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að í upphafi hafi drengurinn sagt að hann hafi skotið móður sína fyrir mistök þegar hann var að snúa skammbyssunni um vísifingur sér. Síðan sagðist hafa hafa vakið 26 ára systur sína sem hafi séð að móðir hans var látin og hafi hringt í lögregluna.

Í síðari yfirheyrslu breytti hann frásögn sinni og sagði að móðir hans hafi ekki viljað leyfa honum að kaupa sýndarveruleikabúnað og að hún hafi vakið hann klukkan 6 að morgni en ekki klukkan 5.30 eins og venjulega og það hafi reitt hann til reiði.

Hann náði sér í lykilinn að skotvopnageymslu móður sinnar kvöldið áður en hann skaut hana.

Daginn eftir að hann skaut hana til bana notaði hann greiðslukort hennar til að panta sýndarveruleikabúnaðinn sem málið snerist um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu