fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Leystu nauðgunarmál frá 1988 – „Í þessu máli seinkaði réttlætinu en það nær fram að ganga“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 22:00

Bíllinn sem konunni var nauðgað í. Mynd:Farfax County Police Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu tókst lögreglunni í Fairfax County í Virginíu í Bandaríkjunum að bera kennsl á tvo menn sem nauðguðu kona á hrottalegan hátt fyrir 34 árum. Með DNA-tækni tókst að bera kennsl á mennina sem eru bræður.

New York Post segir að bræðurnir George Thomas Jr. og Gregory Allen Thomas, sem er látin, hafi neytt konuna, sem var 22 ára á þeim tímapunkti, inn í bíl hennar og síðan hafi þeir nauðgað henni ítrekað. Þetta gerðist í ágúst 1988.

George, sem er 61 árs, var handtekinn á lestarstöð í Maryland á mánudaginn en Gregory lést 2009.

„Í þessu máli seinkaði réttlætinu en það nær fram að ganga,“ sagði Kevin Davis, lögreglustjóri, á fréttamannafundi á þriðjudaginn.

George Thomas Jr. Mynd:Farfax County Police Department

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bræðurnir eru sagðir hafa elt konuna þegar hún yfirgaf vinnustað sinn klukkan 22.40 og fór inn í bílastæðahúsið. Þar neyddu bræðurnir hana inn í bíl hennar og létu hana aka á afvikinn stað í skóglendi.

Þar nauðguðu þeir henni og að því loknu neyddu þeir hana aftur inn í bílinn og til að aka á annan stað þar sem þeir nauðguðu henni aftur.

Konunni tókst að sleppa eftir það og kalla eftir aðstoð lögreglunnar. Hún fann mikið af lífsýnum á vettvangi og konan gat lýst öðrum bróðurnum það vel að lögreglan gat látið teikna mynd af honum.  Davis sagði að teikningin væri ótrúlega lík manninum.

Teikningin sem var gerð á sínum tíma. Mynd:Farfax County Police Department

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir fjölda lífsýna og fjölda ábendinga tókst lögreglunni ekki að finna ofbeldismennina þar til á þessu ári. Segir lögreglan að það sé nýrri DNA-tækni að þakka að þetta tókst.

Auk þess tengdi fingrafararannsókn bræðurna við málið.

Áður en George var handtekinn aflaði lögreglan sér fleiri lífsýna úr honum með því að taka sígarettu, sem hann hafði reykt og kastað frá sér, til rannsóknar.  „Hann gæti hafa reykt síðustu sígarettuna sína. Þeir dæla ekki út sígarettum í fangelsinu,“ sagði bæjarstjórinn í Fairfax.

Lögreglan telur að bræðurnir hafi gerst sekir um fleiri glæpi á síðustu áratugum.

George neitar að hafa nauðgað konunni en lögreglan telur sig hafa haldgóðar sannanir undir höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni