fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Segir einkarekstur vera illa séðan og lögmál villta vestursins ríkja hjá SÍ

Eyjan
Mánudaginn 14. nóvember 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tómas Ragnarsson læknir segir íslenska stjórnmálamenn hafa illan bifur á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu og því fái sjúklingar hjá Klíníkinni í Ármúla engan kostnað niðurgreiddan og sérfræðilæknar séu samningslausir sem valdi stjórnleysi gagnvart notendum þjónustu þeirra. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Árni segir:

„Það hef­ur verið op­in­ber stefna ís­lenskra stjórn­valda um ára­bil að Íslend­ing­ar skuli fá heil­brigðisþjón­ustu að lang­mestu leyti á kostnað hins op­in­bera; rík­iskass­ans (sbr. sjúkra­hús­in og heilsu­gæsl­an) eða Sjúkra­trygg­ings Íslands, en einka­rek­in þjón­usta hef­ur lengi verið illa séð af heil­brigðis­yf­ir­völd­um. Sú afstaða hef­ur krist­all­ast fyrst og fremst í and­stöðu Sjúkra­trygg­inga við starf Klíník­ur­inn­ar í Ármúla, sem er einka­rek­in og fá skjól­stæðing­ar henn­ar ekki niður­greidd­an neinn kostnað við heil­brigðisþjón­ustu þar eins og ann­ars staðar.“

Árni segir hins vegar að þjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðinga sé miklu umfangsmeiri en starfsemi Klíníkurinnar og vegna andúðar á einkarekstri hafi Sjúkratryggingar ríkisins ekki samið við sérfræðilækna í undanfarin fjögur ár. Lögmál villta vestursins ríki þegar kemur að kostnaði sjúklinga sérfræðilækna. Samningsleysið valdi því að sérfræðingar geti rukkað sjúklinga eins og þeim sýnist:

„Nú hafa þess­ir samn­ing­ar ekki verið í gildi í fjög­ur ár og því geta sér­fræðing­arn­ir rukkað skjól­stæðinga sína eins og þeim sýn­ist. Ýmsir þeirra hafa not­fært sér þetta og taka mis­há „komu­gjöld“ af skjól­stæðing­um sín­um um­fram það sem gömlu samn­ing­arn­ir kváðu á um, stund­um býsna há gjöld sem koma hvergi op­in­ber­lega fram og leggj­ast ekki inn á af­slátt­ar­reikn­ing fólks hjá sjúkra­trygg­ing­um og nýt­ast því ekki. Aðrir lækn­ar eins og ég sjálf­ur rukka eft­ir gamla samn­ingn­um og hef ég því ekki fengið greiðslu­hækk­un fyr­ir verk mín eins og aðrir lands­menn í fjög­ur ár.“

Árni bendir á að sá sem fái þjónustu heilsugæslu greiði aðeins um 800 krónur fyrir komu til læknis en fari hann til sérfræðings geti kostnaðurinn verið á bilinu 10 til 20 þúsund krónur:

„Ástæðan er sú að Sjúkra­trygg­ing­arn­ar greiða á póli­tísk­um for­send­um niður hið fyrr­nefnda um 10-20 þúsund krón­ur, en hið síðar­nefnda með kannski aðeins eitt þúsund krón­um og láta skjól­stæðing­inn sjálf­an um að greiða af­gang­inn.“

Árni segir að annaðhvort ríki stefnuleysi eða yfirgengilegt ranglæti í kerfinu og lögmál villta vestursins ríki gagnvart notendum íslenska heilbrigðiskerfisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi