fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Alexander Svanur misþyrmdi föður sínum og notaði hnúajárn við árásina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 12:57

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Svanur Guðmundsson, 28 ára gamall maður, var sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra, þann 3. nóvember síðastliðinn, fyrir líkamsárás á föður sinn. Auk þess var hann sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot.

Árásin átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020 þar sem Alexander Svanur réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn 5 til 6 sinnum í andlitið með hnefanum sem hann hafði útbúið með hnúajárni. Faðirinn hlaut töluverða áverka af árásinni.

Alexander Svanur var að auki sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna, m.a. kókaín og amfetamín, og umferðarlagabrot.

Alexander Svanur hefur rætt um fíknivanda sinn opinberlega en tæpu ári eftir árásina í Hafnarfirði var hann í viðtali í hlaðvarpi samtakanna Það er von. Hafði hann þá verið frá neyslu í nokkra mánuði.

Í grein Smartlands upp úr hlaðvarpinu segir meðal annars:

„Al­ex­and­er Svan­ur byrjaði að fikta við neyslu kanna­bis­efna í 10. bekk. Eft­ir langa og erfiða neyslu­sögu er hann bú­inn að vera án hug­breyt­andi efna í fjóra og hálf­an mánuð. Í hlaðvarpsþætt­in­um Það er von seg­ir Al­ex­and­er að þrátt fyr­ir stutt­an edrú­tíma hafi hann lært margt, bæði um sjálf­an sig og sjúk­dóm­inn. 

Æska Al­ex­and­ers var lituð af sorg og erfiðum til­finn­ing­um. Bróðir hans lést og faðir þeirra lenti í al­var­legu um­ferðarslysi þar sem ökumaður und­ir áhrif­um lyfja keyrði hann niður, þar sem hann var á mótor­hjóli.“

Alexander Svanur játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 350 þúsund króna sektar í ríkissjóð. Einnig var hann sviptur örkuréttindum í níu mánuði.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum