fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Allt á suðupunkti í Bítinu – „Er ég samsekur morðum úti í heimi?“

Eyjan
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart var tekist á í Bítinu á Bylgjunni í morgun er Gunnar Smári Egilsson, úr framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokksins, mætti Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðismanna.

Var þar mikið um að þau Diljá og Gunnar töluðu ofan í hvert annað og urðu orðsendingar þeirra svo beittar að á tímabili velti Gunnar því fyrir sér hvort Diljá væri að saka hann um að vera samsekur morðum út í heimi í nafni sósíalisma og Diljá sagði það hlægilegt að Gunnar Smári saki Sjálfstæðismenn um auðmannadekur.

Hvaða leiðindi eru þetta?

Tilefni rökræðnanna var grein sem Gunnar Smári skrifaði á dögunum undir titlinum „Hatrið mun sigra í Laugardalshöll“ en þar fjallaði Gunnar Smári um Sjálfstæðisflokkinn og fór hörðum orðum um stefnu þeirra í garð hælisleitenda.

Diljá greip til svara fyrir flokk sinn og sagði að regluverkið væri skýrt og hefði verið víðtæk sátt um þær. Þær feli í sér að þegar búið sé að úrskurða um mál hælisleitenda og sá úrskurður kveðinn upp að þeim verði ekki veitt hæli þá beri að framfylgja þeim úrskurði. Hælisleitendur sem ekki hafi sinnt því að fara sjálfir úr landi geti því búist við því að vera fjarlægðir með valdi.

Gunnar byrjaði að reka það sem hann telur vera klofning um stefnu flokksins innan Sjálfstæðisflokks þar sem fólk virðist skiptast milli tveggja póla – nýfrjálshyggju og svo eitthvað í anda við hugmyndafræði Donalds Trump fyrrum Bandaríkjaforseta.

„Ég myndi bara frekar vilja koma hingað til að ræða Sjálfstæðisflokkinn því hann var nú umfjöllunarefni greinarinnar sem er auðvitað uppfull af heift og hatri eins og flest allt sem kemur frá Gunnari Smára, og……“ sagði Diljá þá.

„Hvaða leiðindi eru þetta?,“ spurði Gunnar Smári þá og virtist hissa.

„Gefa honum bara tækifæri til að spúa þessu eitri yfir mig hérna augliti til auglits en ekki fela sig bak við lyklaborð og ég hvet bara Gunnar Smára til að skoða nýsamþykkta stefnu Sjálfstæðisflokksins frá landsfundi.“

Mannfjandsemi við brottvísanir

Mál málanna var nýleg brottvísun hælisleitenda héðan af landi til Grikklands sen Gunnar Smári segir það mannfjandsemi að koma svona fram. Diljá sagði að leikreglur samfélagsins biðu ekki upp á annað og það væru bundið í lög hvernig fara beri með þessi mál. Gunnar benti þá á móti á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á Útlendingalöggjöfinni. Helst hefði hann viljað að þeir hælisleitendur sem vísað var úr landi í síðustu viku hefðu fengið að vera hér áfram.

Nýlega hafi borist fregnir af því að hér á landi sé skortur á erlendu vinnuafli og rými það illa saman við þá stefnu að henda fólki hér úr landi sem er komið hér á flótta frá hörmungum í leit að betra lífi. Hælisleitendur auðgi samfélagið og sé það líka sparnaður að fá hingað inn fullorðið fólk og losna þá við þann kostnað sem fylgir því fyrir ríkið að ala börn upp þar til þau komast á vinnumarkað.

Diljá benti á að Sjálfstæðisflokkurinn vilji gjarnan rýmka lög um erlent vinnuafl. Það sé hins vegar allt önnur umræða en umræðan um flóttafólk. Einkum þar sem flóttafólk tali ekki íslensku og passi hér ekki inn í kerfið. Diljá telur að það séu vinstri flokkar hér á landi sem hafi barist gegn því að rýmkað verði til í lögum um erlent vinnuafl og eins verkalýðshreyfingin sem hafi sett sig gegn slíkum breytingum. Gunnari væri því nær að líta nær sér heldur en að feta fingur út í Sjálfstæðismenn.

Stefna sem hefur drepið 100 milljónir

Diljá tók það fram að skoðanir Gunnar Smára eigi sér ekki hljómgrunn hér á landi enda hafi honum verið hafnað í lýðræðislegum kosningum.

Diljá sagði það rangt sem Gunnar héldi fram að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt. Fjárveitingar hafi aukist á ári hverju og ekki sé hægt að tala um fjársvelt kerfi. Hvernig farið sé svo um peningana eftir að ríkið greiðir þá til spítalans sé svo annað mál sem verið sé að skoða.

„Við erum bara verulega stolt af því samfélagi sem við höfum byggt hér upp og það er þess vegna sem okkar stefna og okkar sjónarmið hljóta svona góðan hljómgrunn í samfélaginu en ekki þessi svartsýni og bölsýni sem Gunnar Smári talar hér fyrir.“

Dilja bætti svo í gagnrýnina og tók fram að Gunnari hafi verið hafnað í kosningum og honum verði áfram hafnað.

„Flokkar eins og hans hafa auðvitað lagt uppi laupana og munu gera það áfram af því að þeir tala  fyrir stefnu sem hefur drepið fólk, yfir 100 milljón manns um allan heim og mun gera það áfram. Því hann sakar okkur um sveltistefnu….“

Þá greip Gunnar hneykslaður frammi í:

Gunnar Smári: „Pælið í þessu hún er að segja að ég hafi drepið 100 milljón manns“
Diljá Mist:„Þú talar fyrir stefnu sem hefur það á samviskunni, sem hefur þá stefnu“
Gunnar Smári: „Er ég samsekur morðum út í heimi? En þú ert ekki sek fyrir að henda fólki hér úr landi?“

Þá sagði Diljá:

„Ég ætla ekki, ung manneskjan, að sitja undir því að það sé skrifuð hér heil ritgerð, og nú gefst honum kostur á því að sitja hér við hliðina á mér og bera þetta á borð fyrir mér beint, að ég sé að tala fyrir mannfjandsemi og andúð. Að ég sé að tala fyrir auðmannadekri. Að þú af öllum mönnum skulir saka einhvern um auðmannadekur? Mér finnst þetta bara hlægilegt! […] En þegar ég heyri orðið auðmannadekur og les það í grein eftir Gunnar Smára þá hugsa ég um Gunnar Smára skálandi í kampavíni við útrásarvíkinga í einkaþotu“

Gunnar Smári: „Talandi um að búa til strámenn – ég drekk ekki einu sinni?“

Gunnar Smári benti á að ekki sé hægt að tala um að allir séu svo sáttir með Sjálfstæðisflokkinn enda hafi fylgi hans hrunið á undanförnum áratug. Gunnar Smári sagðist einnig sakna þess að hitta fyrir Sjálfstæðismann sem geti rætt málin málefnalega.

Diljá tók undir að Sjálfstæðismenn geti gert betur en það hafi verið rætt á landsfundi og nú verði allt betra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“