fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Faldi sönnunargögn um lygar Pútíns í bangsa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 06:30

Ætli það hafi verið svona bangsi sem hljóðneminn var falinn í? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands er bærinn Mazyr, sem er í Hvíta-Rússlandi. Bærinn tengist stríðinu í Úkraínu ekki neitt, en samt er ákveðin tenging.

Ótrúleg frásögn eins bæjarbúa getur hafa átt sinn þátt í að afhjúpa leyndarmál Pútíns og varpa ljósi á lygar hans um stríðið.

CNN skýrir frá þessu. Segir miðillinn að aðalpersónan í málinu sé nefnd Andrei, það er þó ekki rétt nafn viðkomandi en því er haldið leyndu vegna öryggis hans. Andrei starfaði sem læknir í Mazyr. Fljótlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fengu Andrei og starfsbræður hans ný verkefni.

Þeir áttu ekki lengur að annast bæjarbúa, heldur hermenn sem særðust í stríðinu. Þeim var skipað að spyrja engra spurninga, bara gera það sem þeim var sagt.

En þetta hugnaðist Andrei ekki og fljótlega pakkaði hann föggum sínum niður og lagði á flótta ásamt fjölskyldu sinni. Förinni var heitið til Litháen.

Í ferðatösku þeirra voru allar eigur þeirra og einn ótrúlega mikilvægur hlutur. Það var minnislykill sem var falinn í bangsa dóttur  hjónanna.

Á minnislyklinum voru sannanir fyrir alvarlegum áverkum hermanna og sögur ungra manna sem var sagt að þeir væru að fara á heræfingu en enduðu í miðju grimmdarlegu stríði.

Í frétt CNN um málið eru allt frá röntgenmyndum til mynda af skotum birtar. Þessu geta hvítrússnesk yfirvöld ekki brugðist við á neinn hátt þótt þau vilji það gjarnan en þau eru algjörlega undir hæl Pútíns og sitja og standa eins og honum þóknast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“

Rökrætt um svefnfrið á tjaldsvæðum – „Það er nú einu sinni verslunarmannahelgi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“