fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433

U15 stóð sig vel í Slóveníu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U15 karla lék á dögunum á UEFA Development Tournament í Slóveníu.

Ísland lék þar gegn Slóveníu, Norður Írlandi og Lúxemborg og stóð liðið sig mjög vel á mótinu. Norður Írar voru fyrstu mótherjar liðsins og endaði sá leikur 3-3 eftir venjulegan leiktíma, en ef jafnt var á þeim tímapunkti var gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara. Íslenska liðið stóðst pressuna og vann 3-2 í vítaspyrnukeppni. Tómas Óli Kristjánsson, Karan Gurung og Viktor Bjarki Daðason skoruðu mörk Íslands. Reglur mótsins eru þannig að þegar leikur endar með jafntefli þá er farið í vítaspyrnukeppni. Það lið sem vinnur hana fær eitt aukastig, en Ísland krækti sér í tvö slík á mótinu.

Næst mætti liðið Lúxemborg og vannst þar góður 2-0 sigur með mörkum frá Mihajlo Rajakovac og Tómasi Óla Kristjánssyni. Ísland mætti svo heimamönnum í Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu og eftir skemmtilegan leik urðu lokatölur 1-1, en Ketill Orri Ketilsson skoraði mark Íslands í leiknum. Aftur var gripið til vítaspyrnukeppni og aftur var það Ísland sem stóð uppi sem sigurvegari, 4-2.

Ísland endaði því í 2. sæti mótsins með sjö stig, eins og Slóvenía en heimamenn voru með betri markatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Í gær

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn