fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Michael Carrick að landa stóru starfi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 10:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Carrick fyrrum miðjumaður Manchester United er að ganga frá samningi við Middlesbrough um að taka við sem stjóri liðsins.

Carrick hafði verið í þjálfarateymi Manchester United en lét af störfum þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn á síðustu leiktíð.

Carrick hafði í síðustu viku verið í viðræðum við Middlesbrough sem leikur í næst efstu deild.

Viðræðurnar virtust á leið í strand þar sem Carrick og Boro náðu ekki saman um starfslið hans og hvaða völd hann hefði í leikmannamálum.

Nú hefur það vandamál verið leyst og er búist við að Carrick taki þetta stóra starf að sér. Hann stýrði United tímabundið í nokkra leiki eftir að Solskjær var rekinn en fær nú stóra tækifærið til að sanna ágæti sitt.

Boro rak Chris Wilder úr starfi á dögunum og hefur síðan leitað að eftirmanni hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai