fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433

Þrjár framlengja við Gróttu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. október 2022 16:00

Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Bjargey Sigurborg Ólafsson, María Lovísa Jónasdóttir og Nína Kolbrún Gylfadóttir hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Gróttu.

Bjargey og María skrifuðu undir til tveggja ára og Nína Kolbrún  til eins árs.

Bjargey er 28 ára miðjumaður og hefur verið lykilleikmaður í liðinu síðustu ár. Hún spilaði sinn 100. leik fyrir Gróttu núna í september og hefur skorað í þeim 12 mörk.

María hefur sömuleiðis verið lykilleikmaður í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. María er kantmaður og hefur spilað 65 leiki fyrir Gróttu í meistaraflokki, hún lék sinn fyrsta leik árið 2019, þá 16 ára. Hún hefur skorað 23 mörk fyrir Gróttu.

Nína Kolbrún kom til félagsins árið 2021 en hafði áður leikið með Val. Nína er 25 ára miðjumaður og var hún gríðarlega mikilvægur leikmaður Gróttuliðsins fyrri part sumars árið 2021 þegar liðið lék í Lengjudeildinni. Nína varð fyrir því óláni að slíta krossband síðasta sumar og hefur hún verið í stífri endurhæfingu síðan. Það var því mikið gleðiefni þegar Nína spilaði sínar fyrstu mínútur í 14 mánuði í síðasta leik Gróttu í september sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Í gær

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd