fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Yfirmaður vesturhers Rússa rekinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 16:32

Alexander Zhuravlyov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Zhuravlyov, hershöfðingi og yfirmaður vesturhers Rússa, hefur verið rekinn úr starfi að sögn RBC fréttastofunnar. Hann var áður yfirmaður rússneska hersins í Sýrlandi.

The Guardian skýrir frá þessu. Vesturherinn er einn fimm herja, eða deilda, rússneska hersins.

Zhuravlyov bætist þar með í hóp háttsettra hershöfðingja og embættismanna sem hafa fengið að taka pokann sinn vegna ósigra og niðurlægingar Rússa í Úkraínu.

Rússar biðu marga ósigra í september og svo virðist sem fall Lyman um helgina hafi verið dropinn sem fyllti mælinn varðandi framtíð Zhuravlyov.

Roman Berdnikov, hershöfðingi, tekur við af honum að sögn RBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”