fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Íslendingar á ferð á flugi – Vilhjálmur Al-VAR

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir dómarar munu starfa á leik Litháen og Færeyja í C riðli Þjóðadeildarinnar fimmtudaginn 22. september. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómararnir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson sem og fjórði dómarinn Þorvaldur Árnason munu starfa á leiknum.

Þetta er fyrsti leikur íslenskra dómara þar sem VAR er notað. Vilhjálmur, Gylfi og Birkir fóru í gegnum VAR þjálfunarkerfi UEFA árið 2019 sem veitir þeim réttindi til þess að starfa á leikjum þar sem VAR er notað.

Helgi Mikael Jónasson og Egill Guðvarður Guðlaugsson verða í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir félagar dæma tvo leiki í riðli tvö sem spilaður verður í Albaníu. Laugardaginn 24. september dæma þeir leik Tyrklands og Aserbaídsjan og þriðjudaginn 27. september dæma þeir leik Lúxemborgar gegn Aserbaídsjan. Helgi Mikael verður með flautuna í leikjunum tveimur og Egill Guðvarður verður aðstoðardómari.

Þeir Ívar Orri Kristjánsson og Oddur Helgi Guðmundsson verða einnig í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir dæma í riðli sjö sem spilaður verður í Belgíu. Ívar Orri verður aðaldómari í leik Spánar og Albaníu laugardaginn 24. september og Oddur Helgi verður aðstoðardómari. Þriðjudaginn 27. september verður Oddur Helgi aðstoðardómari í leik Belgíu og Spánar og Ívar Orri verður fjórði dómari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum