fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Lilja aftur gagnrýnd og nú fyrir að auglýsa starf safnstjóra Listasafns Íslands – Skora á ráðherra að endurskoða auglýsinguna

Eyjan
Miðvikudaginn 7. september 2022 12:10

Lilja Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og Listfræðafélag Íslands gagnrýna harðlega auglýsingu á starfi safnstjóra Listasafns Íslands og skora á Lilju Daggar Alfreðdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, að endurskoða starfshætti sína.

Þetta kemur fram í ályktun félagana sem send var á fjölmiðla.

„Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands vekja athygli á því að samkvæmt myndlistarlögum er Listasafn Íslands höfuðsafn á sviði myndlistar. Safnið skal vera miðstöð faglegrar umræðu, varðveislu og rannsókna á sviði myndlistar.“ 

Starf safnastjóra Listasafnsins hefur nú verið auglýst eftir að fyrri safnastjóri, Harpa Þórsdóttir, var skipuð þjóðminjavörður. Sú skipun hefur verið harðlega gagnrýnd og er nú verið að kanna hvort efni séu til að endurskoða lagaheimild sem Lilja nýtti sér til að færa Hörpu til í starfi.

SÍM og Listafræðifélag Íslands segja að nú hafi starf safnastjóra Listasafns Íslands verið auglýst með þriggja vikna umsóknarfresti. Gert sé ráð fyrir að safnastjóri taki við störfum rúmum mánuði eftir að umsóknarfresturinn rennur út.

„Ákvörðunin lýsir metnaðarleysi, skorti á fyrirhyggju og skilningsleysi þegar kemur að hlutverki safnstjóra Listasafns Íslands.“ 

Félögin segjast ekki vilja gera lítið úr mikilvægi leiðtogahæfni stjórnenda en vekja þó athygli á mögulegum áhrifum þess á starfsemi sérhæfðra stofnana ef yfirmenn búa ekki yfir tilskilinni sérfræðiþekkingu á starfssviði viðkomandi stofnunar.

„Safnstjóra Listasafns Íslands er m.a. ætlað að stjórna listaverkainnkaupum, sýningarhaldi, fræðslu, útgáfu og þjónustu og skipuleggja rannsóknir. Safnstjóri Listasafns Íslands þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á íslenskri myndlist. Leiðtogahæfni ein og sér dugar skammt til að sinna þessum verkefnum.“ 

Gera félögin því „alvarlegar athugasemdir“ við þær áherslur sem lagðar eru fram í auglýsingu um stöðuna og þann skamma fyrirvara sem tilvonandi safnastjóri hefur til að taka við embættinu.

„Það er mikilvægt að slík embætti séu auglýst með góðum fyrirvara og ráðning tilkynnt nokkrum mánuðum áður en viðkomandi tekur við stöðunni. Félögin skora á ráðherra að endurskoða starfshætti sína og taka ekki ákvarðanir sem kasta rýrð á starfsemi og ásýnd helstu menningarstofnana þjóðarinnar.“ 

Eftirfarandi hæfniskröfur og eiginleikar umsækjenda voru settar fram í auglýsingunni sem félögin gagnrýna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar