fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Krónan frystir verð á 240 vörutegundum til að berjast gegn verðbólgunni

Eyjan
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 16:08

Um er að ræða vörur undir vörumerkjum Krónunnar og First Price

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum Krónunnar og First Price frá og með deginum í dag. Vörur undir vörumerkjum Krónunnar og First Price spanna fjölbreytt vöruval og eru ódýrustu valkostirnir í sínum vöruflokkum. Þetta er eitt af skrefum Krónunnar til að reyna að sporna við hækkandi vöruverði og draga úr áhrifum verðbólgu í matarinnkaupum viðskiptavina. 

 

„Við erum með fleiri aðgerðir í undirbúningi en stígum þetta skref til að sýna strax í verki að við stöndum með almenningi og erum að reyna að sporna við þeim verðhækkunum sem á okkur dynja. Þrátt fyrir að við hjá Krónunni höfum reynt með öllum tiltækum ráðum að berjast gegn hækkunum frá birgjum og framleiðendum sem koma að mestu til vegna hækkana á hrávöru, flutnings- og rekstrarkostnaði, er hækkun matvælaverðs hér á landi slík að allir landsmenn finna fyrir henni við dagleg innkaup. Með frystingu verðs á þessum ákveðnu vörumerkjum, Krónuvörum og First Price, geta viðskiptavinir okkar að minnsta kosti keypt töluverðan hlut sinnar dagvöru á föstu verðlagi,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.  

 

Krónan hyggst halda verðinu stöðugu fram að áramótum til að byrja með. Komi til lækkunar innkaupsverðs eða gengisstyrkingar á vörum undir þessum vörumerkjum mun Krónan lækka söluverðið sem því nemur. Komi til hækkunar á innkaupsverði eða til gengisveikingar mun sú hækkun ekki skila sér út í verðið til viðskiptavina.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna