Arsenal getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Bournemouth í síðasta leik dagsins.
Flestir búast við sigri Arsenal í þessum leik gegn nýliðum Bournemouth sem eru þó með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Leikið er á heimavelli Bournemouth í dag en liðið tapaði gegn Manchester City 4-0 í síðustu umferð.
Arsenal hefur þá unnið bæði Leicester City og Crystal Palace í fyrstu tveimur umferðunum.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Bournemouth: Travers, Kelly, Mepham, Lerma, Smith, Tavernier, Moore, Pearson, Senesi, Billing, Zemura
Arsenal: Ramsdale, White, Partey, Gabriel, Saka, Odegaard, Jesus, Martinelli, Saliba, Xhaka, Zinchenko