fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Mogginn gerir athugasemd við „þungunarrof“ og segir skeggjaða karlribbalda geta farið inn á kvennaklósett

Eyjan
Laugardaginn 30. júlí 2022 16:00

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, sem ritstjórinn Davíð Oddsson skrifar líklega, er fjölbreytt að efni í dag og komið víða við. En stuttur kafli úr pistlinum hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á netverjum á Twitter. Er þar farið nokkrum orðum um þungunarrof annars vegar og réttindi transfólks hins vegar:

„Það hef­ur verið gert í sér­kenni­legri mál­um en þetta, eins og þegar karl­mönn­um er gert að svara því gagn­vart op­in­ber­um aðilum hvort þeir hafa ein­hvern tíma orðið ófrísk­ir, og þá í merk­ing­unni ólétt­ir. Neiti þeir að svara jafn „sjálf­sagðri spurn­ingu“ er þeim jafn­vel gert að hverfa úr sínu starfi og þar fram eft­ir göt­un­um. Sama gild­ir ef stór, risa­vax­inn, þrælskeggjaður karlribb­aldi fær það hug­skot að hann hafi þá til­finn­ingu að hann sé í þeirri andrá kona,og geti ekki und­an því vikist, þá má hann snara sér inn á það sem áður hét kvennakló­sett. Þegar hann hef­ur náð þeim ár­angri þá er ekk­ert að því held­ur að hann verði sami karld­urg­ur­inn og jafn­an endra­nær uns kallið kem­ur. Á Íslandi er svo komið, að stjórn­mála­kon­ur styðja það op­in­ber­lega að þótt fóst­ur í móðurkviði sé orðið allt að níu mánaða og varla mikið meira en dag­ur í fæðingu þá megi kon­an ákveða að eyða fóstr­inu!

Fyr­ir fá­ein­um árum leið þessu ágæta fólki ekki nægi­lega vel með af­stöðu sína, svo það fékk því breytt að „fóstr­inu“ væri ekki eytt, held­ur yrði fram­kallað „þung­un­ar­rof“ sem virðist ekk­ert koma fóstr­inu við. En þegar kona miss­ir fóst­ur sitt, og henni og öll­um sem að því koma er sár­lega brugðið og bugað af sorg þá er ekk­ert annað heiti til en fóst­ur, nema þá að tala um barn í von­um. Þá verður ekk­ert þung­un­ar­rof. Þá verður mik­ill miss­ir. Fóstrið. En það furðulega er að eng­in raun­veru­leg umræða hef­ur farið fram um þessi stór­mál.“

Meðal þeirra sem tjá sig um Reykjavíkurbréfið er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, en hann segir á Twitter:

„Svona sér ritstjóri Morgunblaðsins fyrir sér transfólk og hér opinberar hann skoðun sína á því. Eftir fylgir svo langt röfl um þungunarrof og söknuður eftir orðinu fóstureyðing. Allt er að venju tengt við Joe, og Hunter, Biden með krókaleiðum. RVK-bréfin verða seint yndislestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar