fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Óli Jó: Ef eitthvað er vorum við jafnvel heppnari en þeir

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 21:25

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik Vals og KR sem fór fram á Meistaravöllum.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og er þetta fyrsti leikur Ólafs með Val eftir að hann tók við af Heimi Guðjónssyni.

Ólafur segir að heppnin hafi jafnvel verið með Valsmönnum í kvöld og viðurkennir að það sé ýmislegt sem þarf að laga á næstu vikum.

,,Þetta var bara hörku Reykjavíkurslagur á milli tveggja góðra liða en ef eitthvað er þá vorum við jafnvel heppnari en þeir,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

,,Það er alltaf gott að skora mark alveg sama tímasetning er á því en það var fínt að fara inn með jafnt í hálfleik.“

,,Við töluðum um það í hálfleik að vera vakandi í seinni hálfleik en svona er þetta í fótbolta.“

,,Við þurfum að verja markið okkar betur, það er helvíti hart að gera þrjú mörk og það dugar ekki.“

,,Við þurfum bara að hugsa um næsta leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“