fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Besta deildin: Valur fékk skell á heimavelli – Leiknir vann sannfærandi gegn Stjörnunni

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 21:08

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru svo sannarlega óvænt úrslit á boðstólnum í Bestu deild karla í kvöld er þrír leikir fóru fram.

Valur steinlá á heimavelli gegn Keflavík þar sem liðið spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri.

Sebastian Hedlund fékk að líta rautt spjald í fyrri hálfleik og var vítaspyrna dæmd fyrir gestina sem Patrik Johannesen skoraði úr.

Adam Ægir Pálsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson bættu við mörkum fyrir Keflvíkinga í síðari hálfleik í frábærum 3-0 sigri.

Stjarnan tapaði einnig 3-0 á heimavelli gegn Leikni Reykjavík þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Leiknir var að vinna sinn annan sigur í sumar og Stjarnan um leið að tapa sínum öðrum leik.

Fram vann þá gríðarlega sterkan sigur gegn FH þar sem Tiago Fernandes gerði eina markið í seinni hálfleik.

Fram er með 13 stig í áttunda sætinu, nú fyrir ofan FH sem er með tíu stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Valur 0 – 3 Keflavík
0-1 Patrik Johannesen (’30, víti)
0-2 Adam Ægir Pálsson (’75)
0-3 Rúnar Þór Sigurgeirsson (’86)

Stjarnan 0 – 3 Leiknir R.
0-1 Bjarki Aðalsteinsson (‘7)
0-2 Róbert Hauksson (’33)
0-3 Mikkel Dahl (’42)

Fram 1 – 0 FH
1-0 Tiago Fernandes (’50)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Í gær

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar