fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Eru ekki sannfærðir um Ronaldo eða Neymar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea leitar nú að öðrum kostum framarlega á vellinum þar sem Raphinha, kantmaður Leeds, virðist vera á leið til Barcelona.

Lundúnafélagið hafði mikinn áhuga á Raphinha, sem virtist á leið til bláliða. Brasilíumanninum dreymir hins vegar um að spila fyrir Barcelona og er líklegt að hann fái ósk sína uppfyllta.

Raheem Sterling er á leið til Chelsea frá Manchester City. Félagið mun hins vegar ekki stoppa þar og vill annan leikmann fremst á völlinn.

Cristiano Ronaldo hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea. Hann vill fara frá Manchester United og leika í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sagði hins vegar í morgun að hann væri ekki til sölu.

Þá hefur Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, verið orðaður við Chelsea. Það er möguleiki á að hann fái að fara frá PSG í  sumar.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er hins vegar ekki sagt sannfærður um Ronaldo eða Neymar. Þetta segir á vef Evening Standard. Félagið gæti því leitað annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær