fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Jack Wilshere leggur skóna á hilluna – Tekur að sér nýtt starf

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. júlí 2022 12:10

Jack Wilshere.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Wilshere hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna, 30 ára gamall.

Wilshere er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, félaginu sem ól hann upp. Hann lék einnig fyrir félög á borð við Bournemouth, West Ham og nú síðast AGF í Danmörku.

„Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag, fullt af svo mörgum frábærum augnablikum. Það hafa verið forréttindi að upplifa allt sem ég hef upplifað á ferlinum,“ segir meðal annars í færslu Wilshere á Instagram.

„Í sannleika sagt hefur verið erfitt að sjá ferilinn renna mér úr greipum undanfarið vegna ástæðna sem ég ræð ekki. Á sama tíma finnst mér ég eiga svo mikið inni.“

„Eftir að hafa talað við þá sem standa mér næst veit ég að þetta er rétti tíminn og þrátt fyrir erfiðar stundir inn á milli lít ég stoltur til baka á ferilinn minn.“

Wilshere vann þrjá bikarmeistaratitla á tíma sínum hjá Arsenal. Hann yfirgaf félagið árið 2018.

Hann þótti á sínum tíma gríðarlegt efni en náði aldrei að verða sá leikmaður sem margir bjuggust við. Miðjumaðurinn átti þó góðar rispur inn á milli.

Wilshere fer yfir víðan völl í yfirlýsingunni á Instagram. Hana má lesa í heild hér að neðan.

The Athletic segir að Wilshere muni nú snúa aftur til Arsenal sem þjálfari U-18 ára liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin