fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Fréttir

Origo eykur stuðning við nýsköpun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 11:42

Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo undirritaði samstarfssamning við Kristínu Soffíu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra KLAK – Icelandic Startups á dögunum í Grósku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo hefur undirritað samstarfssamning við KLAK – Icelandic Startups um samvinnu um samfélagshraðalinn Snjallræði og eykur þannig enn frekar við stuðning sinn við nýsköpun á Íslandi.

Samfélagshraðalnum Snjallræði er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Umsjón hraðalsins er í höndum KLAK – Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.

Origo hefur verið í eigendahóp KLAK frá upphafi og hefur í fjölda ára lagt áherslu á nýsköpun í allri sinni starfsemi. Origo verður nú einn bakhjarla Snjallræðis.

„Við höfum skilgreint nýsköpun sem eitt af áhersluatriðum í samfélagsstefnu Origo. Við teljum að það sé einmitt með nýsköpun og tækni sem samfélagsvandamál framtíðarinnar verða leyst. Snjallræði er hraðall sem gengur einmitt út á það, að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það hefur lengi hallað á konur í fjárfestingu í nýsköpun. Það sem er jákvætt við Snjallræði er hvað kvenfrumkvöðlum hefur vegnað vel eftir þátttöku í þessum hraðli. Við hlökkum til að styðja við verkefnin í Snjallræði og fögnum aðkomu MIT sem býður upp á metnaðarfullan vettvang til nýsköpunar,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo.

„Það er gaman að sjá Origo taka stuðning sinn enn lengra og koma inn sem bakhjarl auk þess að vera einn af okkar eigendum. Origo mun leggja verkefninu fjármagn auk þess sem þau koma inn með verðmæta þekkingu og reynslu sem mun nýtast þátttakendum vel,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK.

Opnað var fyrir umsóknir í Snjallræði þann 29. júní og er umsóknarfrestur til 7. ágúst. Áhugasömum frumvöðlum sem brenna fyrir því að gera heiminn betri er bent á að sækja um á snjallraedi.is.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fara í hart við borgina og vilja milljónir í bætur – „Menn eru búnir að fá nóg“

Fara í hart við borgina og vilja milljónir í bætur – „Menn eru búnir að fá nóg“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni – „Á ótrúlegan hátt náði hún að bjarga sér“

Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni – „Á ótrúlegan hátt náði hún að bjarga sér“
Fréttir
Í gær

Stórbruni í skemmu við Gufunesveg – íbúum í nágrenninu bent á að loka gluggum

Stórbruni í skemmu við Gufunesveg – íbúum í nágrenninu bent á að loka gluggum
Fréttir
Í gær

Skaut íslenskan fjárhund með haglabyssu og afhenti eigandanum hræið í plastpoka

Skaut íslenskan fjárhund með haglabyssu og afhenti eigandanum hræið í plastpoka
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Helgi lýsir yfir sakleysi – „Þetta er martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“

Hafnarfjarðarmálið: Helgi lýsir yfir sakleysi – „Þetta er martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn lenti í óvenjulegu atviki í gær: „Rífur í öxlina á manni sínum og segist ekki versla hér“

Fiskikóngurinn lenti í óvenjulegu atviki í gær: „Rífur í öxlina á manni sínum og segist ekki versla hér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“

Safna undirskriftum gegn flugeldum – „Gæludýr, húsdýr og villidýr geta enga björg sér veitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu

Ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnur skipaður óperustjóri

Finnur skipaður óperustjóri