fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Sport

Hver er þessi Marcus Rashford?

Fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum – Maður leiksins gegn Arsenal

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford er nafn sem fæstir stuðningsmenn Manchester United þekktu fyrir viku síðan. Það breyttist á fimmtudag þegar Rashford skoraði tvö mörk í 5-1 sigri á Midtjylland og í dag er nafn hans á allra vörum eftir tvö mörk og stoðsendingu í 3-2 sigri gegn Arsenal fyrr í dag. Var Rashford útnefndur maður leiksins á Sky.

Rashford kom óvænt inn í byrjunarlið United í síðustu viku, eða eftir að Anthony Martial meiddist í upphitun. Ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Will Keane í bikarleik gegn Shrewsbury á mánudagskvöldið í síðustu viku er alls óvíst hvort Rashford hefði spilað fyrir aðallið United gegn Midtjylland og Arsenal, hvað þá byrjað þessa leiki.

En hver er Marcus Rashford?

Nafn: Marcus Rashford
Fæðingarstaður: Manchester
Staða: Framherji
Fæðingardagur: 31. október 1997
Gekk til liðs við United: 1. júlí 2014

Bakgrunnur

Rashford gekk í raðir United frá litlu liði í Manchester sem heitir Fletcher Moss Junior. Þaðan hafa öflugir leikmenn komið til United, nægir þar að nefna Wes Brown, Danny Welbeck og Ravel Morrisson. Þess má geta að Cameron Bortwick-Jakcson, annað ungstirni hjá United, lék einnig með þessu sama liði.
United hafði betur í baráttu við Manchester City um þennan efnilega leikmann árið 2014, en hann sló strax í gegn með U-18 ára liði United undir stjórn Paul McGuinness. Hann spilaði vel fyrr á tímabilinu í Evrópukeppni unglingaliða og skoraði til að mynda tvisvar gegn PSV og einu sinni gegn Wolfsburg. Fyrsta markið fyrir U-21 árs lið United kom gegn Leicester skömmu fyrir jól í 6-1 sigri.

Leikstíll

Eins og þeir sem fylgdust með Rashford í leikjunum gegn Midtjylland og Arsenal sáu er Rashford fljótur og mjög sparkviss. Hann getur spilað einn sem fremsti maður og þykir ekki síður njóta sín á öðrum hvorum vængnum.

Skemmtileg staðreynd

Rashford býr enn heima hjá móður sinni, enda enn aðeins 18 ára. Móðir hans missti af mörkunum sem hann skoraði gegn Midtjylland enda hélt hún að strákurinn yrði á bekknum í leiknum. Þess má einnig geta að Rashford var markahæsti leikmaður U18 ára liðs United á síðustu leiktíð. Hann skoraði 13 mörk í 25 leikjum.

Hvað segja þeir um hann?

Nicky Butt, fyrrverandi leikmaður United og núverandi yfirþjálfari yngri flokka United, er aðdáandi Rashford. „Hann er kröftugur og mjög hæfileikaríkur leikmaður sem leggur hart að sér. Það er þægilegt að vera í kringum hann því hann leggur mikið á sig fyrir liðsfélagana.“

Paul McGuinness, fyrrverandi þjálfari Rashford, er einnig mjög hrifinn af leikmanninum. Hann segir að framfarir hans hafi verið miklar síðustu átján mánuði. Hér sé á ferðinni spennandi leikmaður sem á framtíðina fyrir sér, haldi hann rétt á spöðunum.

Hér má sjá fyrra markið hans gegn Arsenal og hér er seinna markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugaverður listi yfir verðmætustu knattspyrnufélögin – MLS deildin á flesta fulltrúa

Áhugaverður listi yfir verðmætustu knattspyrnufélögin – MLS deildin á flesta fulltrúa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er verðmiðinn á Greenwood – Tvö ensk félög hafa áhuga

Þetta er verðmiðinn á Greenwood – Tvö ensk félög hafa áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst

Svona eru þrjár næstu umferðir Bestu deildarinnar – Margt áhugavert gæti gerst
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood

Forseti Barcelona hefur samband vegna Greenwood
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjórar sem United skoðar hafa áhyggjur af reiðum gömlum leikmönnum

Stjórar sem United skoðar hafa áhyggjur af reiðum gömlum leikmönnum
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?
433Sport
Í gær

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus

Gæti orðið fullkominn endir hjá Reus
433Sport
Í gær

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?