fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Þriggja hesta kapphlaup um Koulibaly – England, Ítalía eða Spánn

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 11:00

Kalidou Koulibaly.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvörðurinn öflugi, Kalidou Koulibaly, gæti yfirgefið Napoli í sumar. Gianluca Di Marzio segir þrjú félög líklegust til að hreppa leikmanninn.

Koulibaly er orðinn 31 árs gamall en hann hefur verið orðaður frá Napoli í hverjum félagaskiptaglugga í nokkur ár. Aldrei hefur hann þó farið.

Juventus fylgist nú með gangi mála hjá leikmanninum. Félagið gæti misst Matthijs de Ligt á næstu dögum og þurfa því að fylla í hans skarð. Það er þó talið líklegt að Koulibaly vilji burt frá Ítalíu, fari hann frá Napoli.

Því er líklegra að hann gangi til liðs við Chelsea eða Barcelona. Fyrrnefnda félagið er einmitt sagt vilja de Ligt en gæti snúið sér að Koulibaly ef félagið fær hann ekki.

Þriðji möguleikinn er, sem fyrr segir, Barcelona. Katalóníufélagið á þó í fjárhagsvandræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?