fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Segir að Jennifer Aniston hafi hjálpað honum þegar hann var starfsnemi

Fókus
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 12:30

Jennifer Aniston og Joe Pardavila. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Joe Pardavila rifjar upp fallega sögu af leikkonunni Jennifer Aniston í bókinni „Good Listen: Creating Memorable Covnersations in Business And Life“ sem kemur út bráðlega.

Joe greinir frá því að Jennifer hefði lagt sig sérstaklega fram við að hjálpa honum þegar hann var starfsnemi (e. intern) á útvarpsstöðinni 95.5 PLJ.

Þetta var árið 1997 og honum var falið það verkefni að finna Jennifer á tökustað „Picture Perfect“ og ná einkaviðtali við hana. Þegar hann kom að hjólhýsinu hennar var hann snögglega stöðvaður af lífverði Jennifer.

„Hann sá mig og skynjaði hvað ég var að fara að gera. Hann gekk rakleitt upp að mér. Ég hélt á míkrafóninum og sagði eins rólega og sakleysislega og ég gat: „Hæ, ég vil bara spyrja Jennifer nokkurra spurninga, ekkert meira.“ Lífvörðurinn sagði að það væri ekki að fara að gerast. Hans tónn var hvorki rólegur né saklaus,“ segir Joe um atvikið.

Jennifer hafði heyrt í þeim fyrir utan hjólhýsið, kom út og sagðist ekki geta svarað spurningum hans og fór aftur inn. Joe skilaði sér aftur á útvarpsstöðina með skottið milli lappana.

„Nokkrum mínútum seinna hringdi aðstoðarmaður Jennifer Aniston í okkur og sagði að Jennifer hefði liðið illa yfir því sem gerðist og að hún myndi glöð koma í viðtal í morgunþættinum.“

Sem hún gerði. „Hún talaði í 20 mínútur við okkur um myndina sem hún var að gera, um tíma hennar í „Friends“ og bara um allt sem manni myndi langa að tala um við Jennifer Aniston,“ segir Joe.

Í bókinni segir Joe fleiri sögur af stjörnum sem hann hefur tekið viðtöl við, eins og Taylor Swift, Jon Bon Jovi og John Mayer. Bókin kemur út eftir tæpa viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum