fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Arnari Grant sagt upp hjá World Class

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 11:30

Arnar Grant.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnari Grant hefur verið sagt upp hjá líkamsræktarstöðinni World Class en Arnar var með verktakasamning við stöðina. Björn Leifsson, eigandi World Class, staðfesti þetta í samtali við Vísi sem greindi fyrst frá uppsögninni.

Ástæðan fyrir uppsögninni er sú að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar, sem og Vítalíu Lazareva, til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Björn segir í samtali sínu við Vísi að það sé regla hjá líkamsræktarstöðinni að hafa ekki fólk í vinnu sem er í miðju kæruferli því það sé ekki  hægt að láta fyrirtækið „dragast inn í þetta.“

Lesa meira: „Fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna“ segir Arnar Grant um kæruna

Kæran á rætur sínar að rekja til uppákomu í sumarbústaðarferð í Skorradal árið 2020. Þar voru þremenningarnir að skemmta sér ásamt og Þor­steini M. Jónssyni og Arnari. Sá síðastnefndi bauð Vítalíu í heimsókn eftir miðnætti þegar ölvun var orðin talsverð en þá hafði Þorsteinn yfirgefið staðinn.

Ári síðar, 28. október í fyrra, fengu þremenningarnir skilaboð frá Vítalíu þess efnis að hún ætlaði að leita réttar síns vegna meintra brota þremenninganna gegn henni. Daginn eftir birti  hún svo færslu á Instagram þar sem hún sakaði þremenninganna ásamt Arnari um að hafa brotið á sér kynferðislega í pottinum. Sú færsla var síðan tekin niður samdægurs.

Lesa meira: Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“