fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Haukur Viðar sakar fasteignasala um fjárkúgun – „Starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 10:30

Haukur Viðar Alfreðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, heldur áfram umfjöllun sinni um fasteignasala í grein á Vísir sem ber heitið: „Hátt hygla fast­eigna­salar sér – Ó­lög­leg sér­hags­muna­stefna.“

Þar byrjar hann á að nefna að hann hafi undanfarið „skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot.“

Sjá einnig: Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Tryggja sjálfa sig fyrst

Fyrsta atriðið sem hann nefnir er „Fasteignasalar tryggja sig fyrst“ og skýrir það með: „Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans.“

Haukur Viðar spyr hvort ekki væri eðlilegra ef fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu en ekki bara fyrri hlutann.

Umfangsmikil brot á samkeppnislögum

Í öðru atriðinu fullyrðir hann að fasteignasalar brjóti samkeppnislög. Þar bendir hann á að þrátt fyrir að fasteignasalar fái „himinháar söluþóknanir“ þá sé samkeppni milli þeirra ekki hörð. „

Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki,“ segir hann í greininni. Hann vísar síðan í umsögn Samkeppniseftirlitsins þar sem sagði: „… er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.

Kaupandi beittur fjárkúgun

Þriðja atriðið er síðan „Fjárkúgun / mútur fasteignasala“ og segist hann þar hafa heyrt margar ljótar sögur af framferði fasteignasala.

„En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig.“

Haukur Viðar kemst síðan að niðurstöðu: „Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra.“

Greinina í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“