fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Gluggasmiðjan ekki tengd Kömbum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Kambar byggingarvörur ehf. hefur svarið af sér öll tengsl við Gluggasmiðjuna sem var í fréttum DV í gær vegna meintra fjársvika.

Sjá einnig: Gluggasmiðjan sökuð um misferli – „Pantaði hjá þeim vörur í nóvember sem hafa ekki skilað sér. Þeir halda áfram að taka við pöntunum“

Gluggasmiðjan er sökuð um að taka við pöntunum í gríð og erg en framleiða aldrei vörurnar sem eru pantaðar. Við pöntun þarf að greiða stóran hluta kaupverðsins og sitja nú viðskiptavinir eftir tómhentir, fá hvorki vöruna sem var pöntuð né hátt staðgreiðslugjaldið endurgreitt.

Í tilkynningu sinni benda Kambar á það lykilatriði að engin tengsl eru á milli Gluggamiðjunnar Selfossi og Gluggasmiðjunnar í Hafnarfirði:

„Að gefnu tilefni þá vilum við hjá Kambar byggingavörur ehf. koma á framfæri að fyrirtækið Gluggasmiðjan í Hafnarfirði sem hefur verið í fréttum er ekki tengd fyrirtækinu Kambar. Gluggasmiðjunni sem fyrirtæki var skipt upp fyrir nokkrum árum í tvö fyrirtæki. Sölu og innflutningsfyrirtæki sem starfar í Hafnarfirði og svo Gluggasmiðjan Selfossi sem var framleiðslufyrirtæki og framleiddi glugga og hurðir. Rekstur Gluggasmiðjunnar Selfoss var keyptur í lok árs 2021 og sameinað við Kamba en engin tengsl eru, eða hafa nokkurntíma verið, við eigendur eða rekstraraðila Gluggasmiðjunnar í Hafnarfirði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“