fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Peningar hafi ekki spilað inn í ákvörðun mannsins sem fær meira en 23 milljónir á dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 11:30

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, segir peninga ekki hafa haft úrslitaáhrif í því að Kylian Mbappe hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu.

Mbappe var sterklega orðaður við Real Madrid en snemma í sumar gerði PSG hann að launahæsta leikmanni heims.

Með nýjum þriggja ára samningi þénar Mbappe um milljón punda á viku. Það eru tæpar 165 milljónir íslenskra króna.

Þá fær hann það sem jafngildir um 16,5 milljörðum króna fyrir það eitt að skrifa undir. Frakkinn fær þá bónusgreiðslur fyrir skoruð mörk, vinnur Meistaradeildina eða ef hann hlýtur Ballon d’Or verðlaunin.

Auk þess sem nefnt er að ofan fær Frakkinn ungi ákveðin völd innan félagsins og fær að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins.

„Ég hafnaði tilboði (frá Real Madrid) upp á 180 milljónir evra síðasta sumar því ég vildi að Kylian vildi vera áfram hjá PSG. Ég þekki hann vel. Ég veit hvað hann og hans fjölskylda vill. Peningar hafa ekki áhrif á þau,“ sagði Al-Khelaifi.

„Hann var valinn til að spila hér, fyrir borgina sína, félag sitt og þjóð sína, einnig fyrir verkefnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar