fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Algjörir yfirburðir Víkings gegn Levadia

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 21:16

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík tók á móti Levadia Tallin í forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um undanúrslitaleik var að ræða þar sem liðin kepptu um það að mæta Inter d’Escaldes í úrslitaleik um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer fram á föstudag.

Þetta byrjaði ekki vel fyrir Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld því eftir aðeins örfáar mínútur fengu gestirnir víti. Þá handlék Halldór Smári Sigurðsson knöttinn innan teigs. Zakaria Beglarishvili, stjarna Levadia, fór á punktinn og skoraði af öryggi á 5. mínútu leiksins.

Víkingar svöruðu markinu þó virkilega vel. Það tók þá aðeins fimm mínútur að jafna. Það gerði Kyle McLagan eftir frábæra aukaspyrnu Pablo Punyed.

Heimamenn tóku algjörlega yfir leikinn eftir markið og áttu nokkra frábæra spilkafla og álitlegar sóknir.

Það var svo á 27. mínútu sem Víkingar komust yfir. Davíð Örn Atlason renndi boltanum þá frábærlega fyrir mark Levadia. Þar var Kristall Máni Ingason mættur og skoraði með stæl.

Yfirburðir Víkinga héldu áfram. Í lok fyrri hálfleiks kom þriðja markið. Það gerði Halldór Smári Sigurðsson. Hann fékk boltann þá í sig eftir mistök markvarðar Levadia og þaðan fór boltinn í netið.

Staðan í hálfleik var 3-1.

Seinni hálfleikur var svo ekki orðinn gamall þegar Nikolaj Hansen gerði fjórða mark heimamanna. Eftir frábært samspil Pablo og Kristals Mána kom sá fyrrnefndi boltanum fyrir markið á Nikolaj Hansen sem skoraði. Úrslitin svo gott sem ráðin.

Víkingar voru áfram með öll tök á vellinum og fengu dauðafæri til að skora á 55. mínútu. Þá barst boltinn til Kristals eftir mistök í vörn Levadia og var hann einn fyrir opnu marki. Hann náði ekki að koma boltanum nógu vel fyrir sig en kom honum á Hansen en varnarmaður gestanna bjargaði.

Þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks kom fimmta mark Víkinga. Kristall hafði þá átt skot sem markvörður eistneska liðins varði. Boltinn barst þá á varnarmann Levadia sem skallaði boltann beint á Helga Guðjónsson. Hann skoraði auðveldlega.

Sjötta mark heimamanna kom á 77. mínútu. Þá sluppu nokkrir Víkingar í gegn, Kristall átti skot sem markvörðurinn varði en Júlíus Magnússon fylgdi eftir og skoraði.

Lokatölur urðu 6-1 fyrir Víking. Það er óhætt að segja að sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“