fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Arnór má gera hlé á samningi sínum í Moskvu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 14:00

Arnór í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að framlengja reglur sem eru í gildi er snúa að leikmönnum sem verða fyrir áhrifum stríðsins í Úkraínu.

Leikmenn og þjálfarar sem ekki komast að samkomulagi við félög sín um starfslok eða önnur úrræði fyrir 30. júní mega slíta samningi sínum við félögin tímabundið, eða þar til 30. júní 2023.

Á þetta við leikmenn eins og Arnór Sigurðsson. Hann er á mála hjá CSKA Mosvku. Landsliðsmaðurinn var á láni hjá Venezia á nýafstaðinni leiktíð en samkvæmt öllu ætti hann að snúa aftur til Rússlands. Þar er hann með samning til ársins 2024.

Nýju reglurnar þýða hins vegar að hann geti farið annað í ár, án þess að CSKA geti nokkuð um það sagt.

Arnór ræddi við 433.is um stöðu sína hjá CSKA í síðasta landsleikjaglugga. „Eins og staðan er núna á ég tvö ár eftir. Ég þarf að sjá hvað gerist. Það kemur í ljós.“

„Staðan (Í Rússlandi) er náttúrulega ekkert frábær. En Hörður (Björgvin Magnússon) var þarna. Ég talaði aðeins við hann um hvernig þetta var. Það mun kannski ekki hafa mikið að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu