fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Leikmenn beri ekki síður ábyrgð og þurfi að stíga upp eftir komu Eiðs Smára – „Margir af þeim eru hálfgerðir bezzerwizzerar“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 09:36

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen tók við sem þjálfari FH í fyrradag eftir brottvísun Ólafs Jóhannessonar og Sigurbjörns Hreiðarssonar. Mál félagsins voru rædd í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær.

Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður FH, auk Stjörnunnar, KR og fleiri félaga, var einn af sérfræðingum þáttarins í gær. Hann segir að nú þegar nýr þjálfari sé kominn inn þurfi leikmenn einnig að axla ábyrgð á slæmu gengi liðsins á leiktíðinni. FH er í níunda sæti með aðeins átta stig eftir níu leiki.

„Leikmenn þurfa að sýna alveg jafnmikla ábyrgð, ná líka upp samstöðu innan liðsins því utan frá séð virðist hún ekki hafa verið sérstök í sumar,“ sagði Baldur.

„Ég spilaði með mörgum af þessum leikmönnum og margir af þeim eru hálfgerðir bezzerwizzerar. Og þeir þurfa bara að breyta því, fara að hlusta og vilja taka leik sinn upp á næsta stig.“

Baldur segir leikmenn liðsins hafa gæðin til að gera betur en að menn verði að sýna þau. „Gæðin eru til staðar. Þetta eru allt frábærir fótboltamenn. Það er alltaf umræðan þegar þú talar um FH. En þá þurfa þeir líka að sýna þessi gæði á öllum sviðum fótboltans.“

„Þeir þurfa að sýna félaginu og stuðningsmönnum að þeir séu virkilega að spila með FH-hjartanu sem þú þarft að vera með ef þú ætlar að spila fyrir þetta lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park