fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Leikmenn beri ekki síður ábyrgð og þurfi að stíga upp eftir komu Eiðs Smára – „Margir af þeim eru hálfgerðir bezzerwizzerar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 09:36

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen tók við sem þjálfari FH í fyrradag eftir brottvísun Ólafs Jóhannessonar og Sigurbjörns Hreiðarssonar. Mál félagsins voru rædd í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær.

Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður FH, auk Stjörnunnar, KR og fleiri félaga, var einn af sérfræðingum þáttarins í gær. Hann segir að nú þegar nýr þjálfari sé kominn inn þurfi leikmenn einnig að axla ábyrgð á slæmu gengi liðsins á leiktíðinni. FH er í níunda sæti með aðeins átta stig eftir níu leiki.

„Leikmenn þurfa að sýna alveg jafnmikla ábyrgð, ná líka upp samstöðu innan liðsins því utan frá séð virðist hún ekki hafa verið sérstök í sumar,“ sagði Baldur.

„Ég spilaði með mörgum af þessum leikmönnum og margir af þeim eru hálfgerðir bezzerwizzerar. Og þeir þurfa bara að breyta því, fara að hlusta og vilja taka leik sinn upp á næsta stig.“

Baldur segir leikmenn liðsins hafa gæðin til að gera betur en að menn verði að sýna þau. „Gæðin eru til staðar. Þetta eru allt frábærir fótboltamenn. Það er alltaf umræðan þegar þú talar um FH. En þá þurfa þeir líka að sýna þessi gæði á öllum sviðum fótboltans.“

„Þeir þurfa að sýna félaginu og stuðningsmönnum að þeir séu virkilega að spila með FH-hjartanu sem þú þarft að vera með ef þú ætlar að spila fyrir þetta lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru mjög nálægt því að semja við Van Dijk – ,,Höfðum mikinn áhuga“

Voru mjög nálægt því að semja við Van Dijk – ,,Höfðum mikinn áhuga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“

,,Hann var sá eini sem reyndi að tala við mig, koma til mín og bjóða mér í mat“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp

Eins og krakki á jólunum eftir fyrsta stóra titilinn – Fékk alvöru bjórsturtu á meðan hann tók upp
433Sport
Í gær

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Í gær

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
433Sport
Í gær

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur