Í Squid Game er fylgst með 456 manns, sem allir glíma við mikil fjárhagsvandræði, sem leggja líf sitt að veði í banvænum útgáfum af þekktum barnaleikjum. Mörg atriði í þáttunum þykja ansi grimmdarleg en þau sýna örvæntingarfullt fólk berjast upp á líf og dauða til að standa uppi sem sigurvegari.
En það verður ekki gengið svo langt í raunveruleikaþáttunum, fólk sleppur lifandi frá þeim!
Þátttakendurnir munu taka þátt í fjölda leikja eins í þáttaröðinni en erfiðasta verkefni þeirra verður kannski að velja hvaða taktík þeir vilja beita, mynda bandalög með öðrum þátttakendum og láta reyna á þau á meðan þátttakendur falla úr leik einn af öðrum.
„Það er mikið að veði en í þessum leik en versta niðurstaðan er að fara tómhentur heim!“ segir í tilkynningu Netflix um þessa nýju raunveruleikaþætti. 10 þættir verða gerðir.
Aldrei fyrr hafa svo margir tekið þátt í raunveruleikaþætti og aldrei fyrr hafa verðlaunin verið svona há að sögn Sky News.