fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Lögregla lýsir eftir Maríu – UPPFÆRT – FUNDIN

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. júní 2022 13:54

María Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært: Konan er fundin, heil á húfi. 

 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maríu Björnsdóttur, 82 gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan hún fór frá Hrafnistu klukkan hálftíu í morgun.

Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maríu Björnsdóttur, 82 ára. Hún er 160 sm á hæð, grannvaxin, gráhærð og stuttklippt. María gengur með gleraugu eð dökkri umgjörð. María er klædd í rauðbrúna úlpu/peysu (svipar til loðinnar flíspeysu), svartar buxur og dökkbláa gönguskó. Hún er með dökkbrúna prjónavettlinga með hvítum doppum. María er heilabiluð en líkamlega hraust. Síðast er vitað um ferðir

Maríu er hún sást fara frá Hrafnistu í Hafnarfirði um kl. 08:30 í morgun og taka stefnuna í átt að Prýðahverfinu. Ekki er útilokað að hún hafi farið í strætó en hún er peningalaus og án farsíma.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Maríu, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.“

 

Uppfært kl. 17:25

Lögreglan vill koma því á framfæri að hópar björgunarsveitarmanna taka nú þátt í leitinni að Maríu. Einnig vill hún láta það koma fram að María er líkamlega hraust þó að hún sé með heilabilun.

Uppfært kl. 19:50

Konan er fundin, heil á húfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot