fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 09:00

Oddvitar flokkanna þegar þeir kynntu nýja meirihlutann. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög spennandi sé að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn. Spenna hafi virst vera á milli flokkanna á þingi en ef samstarf þeirra í sveitarstjórnum gangi vel geti það breytt hinu pólitíska landslagi.

Fréttablaðið hefur þetta eftir Ólafi í dag í umfjöllun um nýja borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingarinnar, Pírata, Framsóknar og Viðreisnar en hann var kynntur til sögunnar í gær.

Flokkarnir lögðu fram ítarlegan samning um meirihlutasamstarfið og ljóst er að allir flokkarnir komu sínum málum að í samningnum.

Lengi hefur andað köldu á milli Pírata og Framsóknar á þingi en nú munu þeir starfa saman í borgarstjórnarmeirihlutanum. Ólafur sagði það mjög spennandi. „Það er mjög áhugavert við það að þessir flokkar séu að fara saman í meirihluta því það hefur virst spenna á milli þeirra í þinginu. Þannig ef samstarf þeirra í sveitarstjórnum gengur vel gæti það haft áhrif á andrúmsloftið í þinginu líka,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta geti breytt hinu pólitíska landslagi og ef vel gangi þá geti þetta aukið líkurnar á að á þingi verði hugleitt af alvöru að mynda fjögurra eða fimm flokka miðvinstri stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“