fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Dagur og Einar sagðir ætla að skipta borgarstjóraembættinu á milli sín

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. júní 2022 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrjár vikur eru síðan sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram en þó er ekki enn kominn nýr meirihluti í Reykjavík. Það er því ekki enn vitað hver verður næsti borgarstjóri en það verður tilkynnt á blaðamannafundi síðar í dag.

Samkvæmt „öruggum heimildum“ mbl.is er það Dagur B. Eggertsson sem mun halda áfram að vera borgarstjóri en þó aðeins fyrstu 18 mánuðina. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun samkvæmt heimildunum taka við borgarstjóraembættinu að þeim tíma liðnum. Þá á Einar að vera formaður borgarráðs fyrsta eina og hálfa árið samkvæmt þessu.

Fólk þarf þó ekki að spekúlera mikið lengur í þessu þar sem stutt er í að þetta allt saman verður staðfest.

Á blaðamannafundi sem haldinn verður við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal klukkan 15:00 í dag verður nýr meirihluti borgarstjórnar nefnilega tilkynntur. Þar munu oddvitar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar kynna meirihlutann og málefnasamninginn hans. Þá kemur í ljós hver verður borgarstjóri og einnig hverjir munu taka að sér hvaða áhrifastöður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar