Vinstri bakvörðurinn Atli Barkarson hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu í Þjóðadeildinni á mánudagskvöld. Hann kemur í stað Willums Þórs Willumssonar.
Atli skoraði tvö mörk í 9-0 sigri U21 landsliðsins gegn Liechtenstein á Víkingsvellinum í gær. Hann leikur með SonderjyskE í dönsku A-deildinni en hann kom þaðan frá Víkingi í janúar á þessu ári.
Breyting á hópnum hjá A landsliði karla.
Út: Willum Þór Willumsson.
Inn: Atli Barkarson.#fyririsland pic.twitter.com/0ZK5ycVnzv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 4, 2022