fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ævintýraleg eftirför lögreglu leiddi til ákæru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. maí 2022 11:45

Frá Vesturlandsvegi. Mynd: Gunnar V. Andrésson. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugur Akureyringur hefur verið ákærður fyrir ævintýralegan ofsaakstur sem átti sér stað í kringum Mosfellsbæ, Grafarholt og víðar fyrir meira en þremur árum. Réttað verður í málinu á næstunni fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á næstunni, í heimabæ mannsins, á Akureyri.

DV hefur ákæru í málinu undir höndum en þar er að finna skrautlegar lýsingar á aksturslagi mannsins sem flúði undan lögreglu, ók á móti umferð og lenti tvisvar í árekstri áður en hann gafst loks upp undan eftirför lögreglunn. Lýsingin á ofsaakstrinum er orðrétt svona í ákæru:

„…frá Reykjavík til Mosfellsbæjar undir áhrifum áfengis (í blóði mældist vínandamagn 1,76‰), án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina sem gefin voru til kynna með forgangsljósum lögreglubifreiðar, þannig að lögregla hóf eftirför eftir bifreið ákærða, einnig án nægilegrar tillitssemi og varúðar og án þess að gefa stefnuljós, nota öryggisbelti og miða ökuhraða við aðstæður og hraðatakmarkanir, sem hér greinir:

Suður Vesturlandsveg skammt frá Lágafellshömrum þar sem hann stöðvaði bifreið sína samkvæmt fyrirmælum lögreglu en ók í burtu frá miðjum afskiptum lögreglumanns í átt að Grafarholti þar sem hann ók gegn akstursstefnu inn í hringtorg við Korpúlfsstaðaveg og snéri þannig akstursstefnu sinni í átt að Mosfellsbæ á miklum hraða, en hraði lögreglubifreiðarinnar sem veitti ákærða eftirför náði mest 143 km/klst á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði fer úr 80 km/klst niður í 70 km/klst, að næsta hringtorgi við Skarhólabraut þar sem hann ók þvert yfir hringtorgið þar sem litlu munaði að hann missti stjórn á bifreiðinni og áfram norður Vesturlandsveg yfir tvær óbrotnar veglínur með bæði vinstri hjól bifreiðarinnar á röngum vegarhelmingi þar sem hraði lögreglubifreiðarinnar sem veitti ákærða eftirför náði mest 127 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, en töluverð umferð var í báðar áttir. Þá ók ákærði á ný þvert yfir hringtorg við Langatanga og missti þar nærri því stjórn á bifreiðinni. Þaðan ók ákærði á miklum hraða í átt að hringtorgi við Þverholt, en hraði lögreglubifreiðarinnar sem veitti ákærða eftirför náði mest 132 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, þar sem ákærði tók skyndilega beygju út úr hringtorginu til hægri í átt að hringtorgi við Stórakrika og náði hraði lögreglubifreiðarinnar sem veitti ákærða eftirför þar mest 93 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst þar sem hann ók heilan hring og tók stefnuna aftur að Vesturlandsvegi þar sem hann ók í gegnum hringtorgið við Þverholt og þaðan í átt að hringtorgi við Háholt, en hraði lögreglubifreiðarinnar sem elti ákærða náði þar mest 94 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Á hringtorginu við Háholt ók ákærði gegn akstursstefnu þar sem hann ók bifreiðinni upp á gangstétt hjá N1 í átt að Vesturlandsvegi, en þegar ákærði ók bifreiðinni aftur á akbrautina varð árekstur milli bifreiðar ákærða og lögreglubifreiðarinnar með þeim afleiðingum að bifreið ákærða snérist á veginum, reyndi ákærði þá að aka af stað á ný en ók beint á vinstra horn lögreglubifreiðarinnar svo aftur varð árekstur og lauk hann þá loks akstrinum.“

Sakaður um að stofna lífi annarra í hættu

Segir í ákærunni að með framandgreindri háttsemi teljist ákærði hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda í hættu, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva akstruinn.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.

DV hefur ekki skýringar á því hvers vegna málið hefur dregist svo lengi. Ákæra var gefin út í febrúar á þessu ári en brotið átti sér stað í mars árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi