fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Björn Ingi skammar Davíð fyrir að hjóla í fyrrverandi sambýliskonu sína – „Presturinn sjálfur! Ömurlegt“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 17:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvofandi brottvísun 300 flóttamanna úr landi og útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur vakið mikla úlfúð og umræðu í samfélaginu. Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið en hann er afar andvígur brottvísunum.

Davíð er harðorður í garð fyrirætlana ríkisstjórnarinnar og afstöðu hennar í málum flóttafólks. Hann kallar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „fasistastjórn“ og segir hana hafa „migið á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.“

„Þar er kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Samt á að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á Íslandi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað,“ bætir Davíð svo við.

Hann kallar útskýringar ráðamanna um að mynda heildstæða stefnu í málaflokkinum „innihaldslaust froðusnakk“ og ásakar VG um hræsni fyrir að leggjast ekki gegn þessum fyrirætlunum þrátt fyrir að hafa mikið gagnrýnt þessa stefnu þegar þau voru í stjórnarandstöðu.

„Þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“

Kallar Davíð „nettröll“ og „pínulítinn kall

Birni Inga Hrafnssyni, sem kenndur er við fjölmiðil sinn Viljann, ofbýður þessi færsla Davíðs um málefnið. Í færslu sem Björn Ingi birti á Facebook-síðu sinni kallar hann Davíð „nettröll“ og „pínulítinn kall.“

„Ég hef andstyggð á því að fólk sem skotið hefur hér rótum og fengið vinnu sé sent úr landi. Og er bjartsýnn að finnist farsæl lausn. En feginn er ég að þetta nettröll sé ekki sóknarpresturinn minn,“ segir Björn Ingi í færslunni.

Björn skammar þá Davíð fyrir að hjóla í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og vekur athygli á því að hún er fyrrverandi sambýliskona hans.

„Stóryrðin eiga að undirstrika málstaðinn og dyggðaskreytinguna, en í reynd er hér pínulítill kall að senda forsætisráðherranum, fyrrverandi sambýliskonu sinni, einstaklega ómerkilega skítapillu. Kennir ríkisstjórn hennar við fasisma og segir sérstakan stað í helvíti fyrir fólk eins og hana. Presturinn sjálfur! Ömurlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur