fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 06:31

Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á faraldrinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum sem hefur geisað í landinu síðustu vikur. Nú fækkar þeim sem eru með sjúkdómseinkenni að sögn yfirvalda.

Að minnsta kosti flytja ríkisfjölmiðlar landsins þessar fréttir í dag en rétt er að hafa í huga að frjálsir fjölmiðlar eru ekki til í Norður-Kóreu og stjórnvöld stýra öllum fréttaflutningi með harðri hendi.

KCNA fréttastofan segir að „árangur“ hafi náðst í baráttunni við faraldurinn og nú sé smitkúrvan á niðurleið.

Í gær fundust 134.510 manns, sem voru með hita, í landinu og var það þriðji dagurinn í röð sem fjöldinn var undir 200.000. Yfirvöld segja að 68 manns hafi látist frá 12. maí en þá tilkynntu yfirvöld að kórónuveiran hefði borist til landsins.

Erlendir sérfræðingar höfðu miklar áhyggjur af faraldrinum í Norður-Kóreu því ekki hefur verið bólusett gegn veirunni þar í landi, innviðir landsins eru veikburða, þar á meðal heilbrigðiskerfið, og skortur er á mat, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum.

Þær 25 milljónir sem búa í landinu búa við nær algjöra einangrun því landið er harðlokað og þess vandlega gætt að fréttir frá útlöndum berist ekki til landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu