fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 19:00

Svona leit bíllinn út að innan eftir þrjá daga. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust renna sumir öfundarauga til þeirra sem búa í Ástralíu í hita og notalegheitum. Ekki síst þegar kuldi og rok herja á okkur hér á skerinu. En það er kannski ekki alltaf gaman að búa í Ástralíu, sérstaklega ekki ef fólk ef ekki mjög hrifið af skordýrum og áttfætlum en af þeim er nóg þar í landi.

Emmy, sem býr í Ástralíu, lenti nýlega í því þegar hún var að aka bílnum sínum að risastór brún könguló birtist allt í einu í framrúðunni. Henni brá að vonum mikið en náði að komast heilu og höldnu í gegnum umferðina og út í kant. Þar lagði hún bílnum og flúði úr honum. Eflaust eru ekki margir sem lá henni það.

Hún þótti ekki álitleg þessi. Mynd:Facebook

Vinkona hennar skýrði frá þessum hrakförum á Facebook. Þar sagði hún að þrír dagar hafi liðið þar til Emmy þorði að nálgast bílinn aftur en þá var staðan alls ekki betri.

Emmy hafði vonast til að köngulóin hefði pakkað saman föggum sínum og flutt en það hafði nú ekki gengið eftir. Í staðinn hafði bíllinn breyst í köngulóarbúgarð að segja má.

Bíllinn var fullur af köngulóarvef og köngulóarungum í tugatali. Köngulóin sem Emmy sá fyrst spinnur ekki vef og það þýddi auðvitað að önnur könguló, af annarri tegund, hafði líka verið í bílnum. Hún hafði greinilega ekki gefið sér tíma til að slaka á, heldur lagt hart að sér við að spinna vef og sinna afkvæmunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim