fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Blóðrauður himinn yfir kínverskri borg vakti óhug – „Dómsdagur er í nánd“

Pressan
Þriðjudaginn 10. maí 2022 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegur atburður átti sér stað yfir kínversku borginni Zhoushan í nágrenni Shanghai um helgina. Þar varð næturhimininn eldrauður á litinn.

Myndir og myndbönd af atvikinu hafa gengið um á samfélagsmiðlum undanfarna daga og töldu margir að þarna væri komið merki um að endalokin væru í nánd. Á myndböndum má heyra börn segja við foreldra sína. „Ég er hrætt“.

Himininn varð rauður klukkustundum saman á laugardaginn, 7. maí, og gengur myndbönd af fyrirbærinu um á kínverska samfélagsmiðlinum Douyin, sem svipar til TikTok.

„Þetta er blóðrauður litur, það lítur alls ekki vel út,“ skrifar einn í athugasemdum. „Það verða jarðskjálftar eftir viku, það er ekki eðlilegt að sjá himininn verða rauðan,“ skrifar annar. „Dómsdagur er í nánd,“ skrifar sá þriðji.

Aðrir reyndu að sjá björtu hliðarnar og töldu rauða litinn geta merkt heilsu, heppni og velsæld.

Yfirvöld í Zhoushan hafa gefið út að ekkert yfirnáttúrulegt hafi þarna verið á ferðinni.

„Í gær [laugardag] var mikil þoka og ský mynduðust í lítilli hæð. Þetta er fyrirbæri sem stafar af speglun,“ sagði talsmaður.

Útgerð á svæðinu hefur staðfest að þarna hafi speglast ljós frá einu af fiskiskipum þeirra, en skipin kveiki á rauðum ljósum þegar þau landa geirnefjum, sem einnig þekkjast sem makrílsbræður eða saury á ensku.

„Rauða ljósinu var varpað á vatnið og þaðan upp í himininn sem olli þessar sjónhverfingu. Þetta er mjög algeng, sérstaklega á strandsvæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið