fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Sport

Markvörður ÍBV glímir við alvarleg veikindi

Jafnvel óttast að um krabbamein sé að ræða

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abel Dhaira, markvörður Pepsi-deildar liðs ÍBV í knattspyrnu, glímir við alvarleg veikindi og er jafnvel óttast að um krabbamein sé að ræða. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þessi 28 ára Úgandamaður hefur leikið með ÍBV frá árinu 2011, en hann á tæpa 60 leiki að baki í efstu deild fyrir félagið.

„Abel er veikur, það er engin launung á því. Við ákváðum því að taka hann til Íslands og hann er undir læknishöndum og í rannsóknum,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Morgunblaðið. „Meira vitum við ekki í bili. Við bíðum eftir niðurstöðum úr þessum rannsóknum,“ segir hann.

Þegar hann var spurður hvort um krabbamein væri að ræða sagði Bjarni að það sé ekki vitað. „Þetta er kornungur maður og maður vill ekki trúa því. Því miður höfum við ekki fengið nægilega miklar upplýsingar frá Úganda. Það er ekkert samræmi í einu né neinu og við vitum því lítið um hvað hefur gerst. En veikindin eru þess eðlis að við ákváðum að taka hann til landsins, til að vonandi hjálpa honum. Maður veit svo sem ekki hvort heilbrigðiskerfið er betra hérna en í Úganda, en við stóluðum á að það væri heldur skárra hér,“ sagði Bjarni.

Litlar líkur eru því á að Abel verði með ÍBV-liðinu næstu vikurnar og segir Bjarni að til skoðunar sé að fá nýjan markvörð til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu

Rashford skorar utan vallar – Ný kærasta hans er fyrirsæta frá Kólumbíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina