fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar – Píratar og Samfylkingin bæta við sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi í apríl reynast aðeins 47% aðspurðra styðja núverandi ríkisstjórn en voru 61% í mars. Mjög hefur fjarað undan stuðningi bæði við ríkisstjórnina sjálfa og ríkisstjórnarflokkana.

19,8% segjast núnu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum en flokkurinn fékk 24,% fylgi í alþingiskosningunum í haust og 22,7% í skoðanakönnun fyrir mars.

Framsóknarflokkurinn er ekki langt frá kjörfylgi og lækkar þó, fær 15,6% í stað 17,3% í kosningunum. Í skoðanakönnun fyrir mars var Framsókn með 18%.

Píratar bæta hressilega við sig ef miðað er við kjörfylgi og fara úr 8,6% upp í 14,5%.

Samfylkingin eykur líka við sig og fer úr 9,9% upp í 13,7%.

VG tapar fylgi frá kosningum, fer úr 12,6% niður í 10,1%.

Viðreisn bætir við sig miðað við síðustu kosningar og fer úr 8,3% upp í 9,6%.

Flokkur fólksins dalar dálítið og lækkar úr 8,9% niður í 7,7%.

Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn næðu ekki fólki á þing miðað við þessa niðurstöðu og eru báðir flokkar með á milli 4 og 5%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna