Gary Lineker hafnað því að sjá um HM dráttinn fyrir Katar en Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram þar í lok árs.
Athygli vakti að Jermaine Jenas stýrði drættinum í Katar og fékk vel greitt fyrir. Lineker hafði ekki áhuga á að fá peninga frá Katar.
Katar hefur verið harkalega gagnrýnt fyrir mannréttindi verkamanna í aðdraganda mótsins og fleira til. Lineker vildi ekki tengjast slíku.
Jermaine Jeanes fékk boð um starfið eftir að Lineker hafnaði því að taka þátt í viðburðinum sem fram fór í mars.
Lineker mun þó starfa fyrir BBC á HM í Katar en hann er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Bretlands.